Fjölskyldan Í sjötugsafmæli Þórdísar eiginkonu Eiríks 2019. F.v.: Þröstur Þór Guðmundsson, Kristín Björk, Tómas Þór, Eiríkur Örn, Bjarki Þór, Þórdís, Björn Ingi, Hildur, Birta Dís, Brynjar Örn og Guðmundur Björn Árnason.
Fjölskyldan Í sjötugsafmæli Þórdísar eiginkonu Eiríks 2019. F.v.: Þröstur Þór Guðmundsson, Kristín Björk, Tómas Þór, Eiríkur Örn, Bjarki Þór, Þórdís, Björn Ingi, Hildur, Birta Dís, Brynjar Örn og Guðmundur Björn Árnason. — Ljósmynd: Eva Björk Ægisdóttir

Eiríkur Örn Arnarson fæddist í Reykjavík 19. júlí 1949 og ólst upp í Vesturbænum. „Við áttum fyrst heima á Nesvegi og ég var fyrst í tímakennslu hjá Þórði Þórðarsyni á Neshaga,“ segir Eiríkur en hann gekk um tíma í Austurbæjarskóla meðan foreldrar hans voru að byggja á Hjarðarhaga 15. Þegar fjölskyldan flutti á Hjarðarhagann fór Eiríkur í Melaskóla og síðar Hagaskóla.

Hann segir að umhverfið hafi verið mjög líflegt og margt ungt fólk í hverfinu. „Á þessum tíma voru braggahverfin ennþá til og á Fálkagötu var nýlenduverslunin Árnabúð og á Dunhaga aðalverslun hverfisins, KRON, fiskbúð og mjólkurbúð.“

Hollywood Reykjavíkur

Eiríkur segir marga leikara hafi búið í hverfinu, sem oft hafi verið nefnt Hollywood. Móðir hans var leikkonan Bryndís Pétursdóttir, en í næsta nágrenni bjuggu Herdís Þorvaldsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Baldvin Halldórsson, aðeins lengra frá

...