Magnús Már Kristjánsson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, er látinn, 66 ára að aldri. Magnús fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977, BS-prófi í matvælafræði við…

Magnús Már Kristjánsson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, er látinn, 66 ára að aldri.

Magnús fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977, BS-prófi í matvælafræði við Háskóla Íslands 1980, meistaragráðu í matvælaefnafræði frá Kaliforníuháskóla Davis árið 1983 og doktorsgráðu frá Cornell-háskóla í sömu grein árið 1988.

Magnús starfaði sem sérfræðingur við Danmarks Tekniske Universitet árin 1988 til 1991 á sviði sjávarlíftækni. Hann varð síðar sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands frá 1991 til 1994 og fræðimaður frá 1994 til 1998.

Hann hlaut dósentsstöðu við sama skóla í matvælaefnafræði árið 1999 og gegndi henni til 2008.

Frá 2008 til 2009 gegndi hann stöðu dósents í lífefnafræði og

...