— Morgunblaðið/Anton Brink

Dagur íslenska fjárhundsins var haldinn hátíðlegur í gær, 18. júlí. Í Árbæjarsafni í Reykjavík var hægt að heilsa upp á hunda og eigendur þeirra sem glaðir svöruðu spurningum gesta í safninu um hinn íslenska fjárhund sem á sér sögu hér á landi allt frá landnámi. Hundarnir voru hinir kátustu, nutu athyglinnar og vöktu mikla hrifningu viðstaddra, sem fengu að klappa hundunum.