Í tilefni útgáfu stökulsins eða smáskífunnar „Ef ég nenni“ bjóða Snorri Rodriguez & Himintunglin til veislu í Gym og Tonic salnum á Kex Hostel í kvöld kl. 21. „Þeim til halds og trausts verður hin frábæra tónlistarkona Valborg…

Í tilefni útgáfu stökulsins eða smáskífunnar „Ef ég nenni“ bjóða Snorri Rodriguez & Himintunglin til veislu í Gym og Tonic salnum á Kex Hostel í kvöld kl. 21. „Þeim til halds og trausts verður hin frábæra tónlistarkona Valborg Ólafs sem ætlar að byrja kvöldið með bandi sínu,“ segir í viðburðarkynningu. Þar kemur fram að Snorri Rodriguez & Himintunglin sé hljómsveit sem hóf göngu sína í janúar 2024 þegar þrír félagar af Suðurlandi hófu að spila saman „jaðarrokk með smá dassi af gruggi og almennu stuði. Textar hljómsveitarinnar eru allir á íslensku og leggur hljómsveitin áherslu á að mynda góð tengsl við áheyrendur í gegnum vel smíðaða texta og karaktera sem verða til í lögunum.“