Áhugaverð áherslubreyting von der Leyen í kosningabaráttunni

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var endurkjörin á Evrópuþinginu í gær. Hún náði fyrst kjöri fyrir fimm árum með níu atkvæða mun, en sigurinn var nokkru tryggari nú, 401 með og 284 á móti á þessu 720 manna þingi.

Evrópubúar hafa sjálfir sem fyrr lítið sem ekkert að segja um það hver leiðir Evrópusambandið, en þó má merkja að von der Leyen hafi mögulega skynjað breyttar áherslur almennings í álfunni. Tvennt kann að minnsta kosti að vera til marks um það.

Annars vegar ræddi von der Leyen í aðdraganda kosningarinnar um að þörf væri á að einfalda regluverk Evrópusambandsins og ekki vanþörf á þó að full ástæða sé til að efast um að henni verði ágengt í þeim efnum, sé henni á annað borð alvara. Þá sagði hún að stefnan í samkeppnismálum þyrfti að gera fyrirtækjum kleift að stækka, en hömlur á starfsemi fyrirtækja

...