— Morgunblaðið/Anton Brink

Sveit manna vinnur nú að því að fræsa og malbika á svæðinu við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur. Annars vegar er unnið að nýrri gönguþverun á mörkum Reykjastrætis og Geirsgötu þar sem göngufleti verður lyft og snjóbræðsla lögð undir. Hins vegar er verið að fræsa og malbika Geirsgötu og hluta Kalkofnsvegar. Er af þessum sökum tveimur akreinum Geirsgötu lokað í austur. Umferð í austur eftir Geirsgötu er vísað á Hringbraut. Verkinu á að ljúka fyrir verslunarmannahelgi.