Agnar Guðnason, lengi ráðunautur Búnaðarfélags Íslands og stofnandi Bændaferða, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 10. júlí síðastliðinn, 97 ára að aldri. Agnar fæddist 13. febrúar 1927. Foreldrar hans voru Guðni Eyjólfsson, verkstjóri við Gasstöðina í…

Agnar Guðnason, lengi ráðunautur Búnaðarfélags Íslands og stofnandi Bændaferða, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 10. júlí síðastliðinn, 97 ára að aldri.

Agnar fæddist 13. febrúar 1927. Foreldrar hans voru Guðni Eyjólfsson, verkstjóri við Gasstöðina í Reykjavík (1883-1974), og Sigrún Sigurðardóttir húsmóðir (1895-1953). Agnar var yngstur átta barna foreldra sinna en fyrir átti faðir hans son.

Agnar var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1945, lauk prófi frá Búnaðarskólaum Tune í Danmörku 1947 og var búfræðikandídat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1950. Hann starfaði eftir nám við rannsóknir í landbúnaði í Noregi og á Íslandi. Var kennari við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði 1952-1953 og ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands 1954-1975. Þá var Agnar blaðafulltrúi Bændasamtakanna 1975-1985, yfirmatsmaður garðávaxta frá 1985, í ritaranefnd Norrænu

...