Íslandsmótið Sara Kristinsdóttir er framarlega í kvennaflokki á fjórum höggum yfir pari, þremur höggum frá öðru sætinu.
Íslandsmótið Sara Kristinsdóttir er framarlega í kvennaflokki á fjórum höggum yfir pari, þremur höggum frá öðru sætinu. — Ljósmynd/seth@golf.is

Eva Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar er með þriggja högga forystu í kvennaflokki og þeir Aron Snær Júlíusson og Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG deila efsta sætinu í karlaflokki eftir fyrsta hring Íslandsmótsins í golfi á Hólmsvelli í Leiru í gær.

Aðstæðar voru mjög góðar í Leirunni og kylfingarnir nýttu það vel því aldrei áður hafa 27 keppendur leikið undir pari á Íslandsmótinu.

Eva var reyndar eina konan en hún lék á tveimur höggum undir pari, 69 höggum. Næstar eru Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR, Íslandsmeistarinn 2022, og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG, Íslandsmeistarinn 2021, en þær léku á 72 höggum, einu yfir pari.

Aron og Sigurður eru á sex höggum undir pari, 65 höggum hvor. Næstir koma Magnús Yngvi Sigsteinsson, GKG, Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, og Jóhannes Guðmundsson, GR, á 67 höggum.

Einar Bjarni Helgason úr GSE fór holu í höggi á 9. braut í gær.