Guðný Árdal fæddist 18. mars 1939. Hún lést 16. júni 2024.

Útför Guðnýjar fór fram 16. júlí 2024.

Guðný Árdal var lífsglaður húmoristi sem gerði það stundum að verkum að fólk áttaði sig ekki á því hvað hún gat verið skemmtilegur og frumlegur hugsuður. Eitt sinn spurði hún mig: Veistu hvenær þú ert orðinn gamall? Ég kom af fjöllum, hafði ekki hugsað út í það að maður gæti skilgreint slíkt sjálfur. Guðný var svo sem ekki að ætlast til þess að ég færi að tjá mig um þetta heimspekilega vandamál, enda tók hún að vörmu spori til máls og sagði: Þú veist að þú ert orðinn gamall þegar þú nennir ekki lengur í bíó.

Árum saman varð ég var við Guðnýju í bíóhúsum borgarinnar með vinkonum sínum. En aldrei sá ég hana í fylgd síðari eiginmanns síns í bíó. Hann varð gamall fyrir

...