Formaður stjórnar Landverdar segir óábyrgt að halda því fram að framkvæmd Kjalölduveitu komi ekki til með að hafa áhrif á Þjórsárver. Fyrr í vikunni hafði mbl.is eftir framkvæmdastjóra vatnsorku hjá Landsvirkjun að stofnunin myndi beita sér fyrir…

Formaður stjórnar Landverdar segir óábyrgt að halda því fram að framkvæmd Kjalölduveitu komi ekki til með að hafa áhrif á Þjórsárver.

Fyrr í vikunni hafði mbl.is eftir framkvæmdastjóra vatnsorku hjá Landsvirkjun að stofnunin myndi beita sér fyrir því að framkvæmdin fari ekki í verndarflokk rammaáætlunar.

Hann sagði kostinn umhverfisvænan og hagkvæman og að framkvæmdin myndi ekki hafa mikil neikvæð umhverfisáhrif og engin áhrif á Þjórsárver.

Kjalölduveita myndi veita vatni úr Þjórsá í Þórisvatn og þaðan inn í röð virkjana en hún er sem stendur í biðflokki rammaáætlunar eftir að Alþingi samþykkti árið 2022 að færa hana þaðan úr verndarflokki.

Í nýrri tillögu að rammaáætlun er hins vegar mælt með að hún verði færð aftur í verndarflokk.

...