„Veðurspáin hefur alveg verið betri. Sumir spá smá bleytu, aðrir meiri bleytu og enn aðrir sól. Mín reynsla er sú að það er alltaf betra veður í Lystigarðinum en annars staðar,“ segir Reynir Grétarsson veitingamaður á Akureyri
Veisla Góður rómur var gerður að bjórhátíðinni í Lystigarðinum í fyrra.
Veisla Góður rómur var gerður að bjórhátíðinni í Lystigarðinum í fyrra. — Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Veðurspáin hefur alveg verið betri. Sumir spá smá bleytu, aðrir meiri bleytu og enn aðrir sól. Mín reynsla er sú að það er alltaf betra veður í Lystigarðinum en annars staðar,“ segir Reynir Grétarsson veitingamaður á Akureyri.

Um helgina verður haldin mikil hátíð á Akureyri, Sumar- og bjórhátíð Lyst. Aðalviðburður hátíðarinnar verður í Lystigarðinum en ýmsir smærri tengdir viðburðir verða í bænum. Á hátíðinni er lögð áhersla á að gestir kynnist íslenskum bjór og góðum mat auk þess að fá að hlýða á fagra tóna. „Þetta verður mjög gaman, fólk var afar ánægt í fyrra,“ segir skipuleggjandinn.

Þrettán íslensk brugghús hafa boðað komu sína á aðalviðburðinn sem verður milli klukkan 13-18 á morgun

...