Mjög nýlega var ég að rækta líkama minn í þekktri líkamsræktarstöð þegar ég ákvað að taka rennsli á plötu sem fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Platan heitir Hjálmar og er eftir samnefnda hljómsveit og er að mínu mati ein sú allra besta í íslenskri tónlistarsögu
Hjálmur Þorsteinn Einarsson söngvari.
Hjálmur Þorsteinn Einarsson söngvari. — Morgunblaðið/Jim Smart

Egill Aaron Ægisson

Mjög nýlega var ég að rækta líkama minn í þekktri líkamsræktarstöð þegar ég ákvað að taka rennsli á plötu sem fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Platan heitir Hjálmar og er eftir samnefnda hljómsveit og er að mínu mati ein sú allra besta í íslenskri tónlistarsögu.

Útvíkkun æða vegna líkamsræktar er fín tilfinning en útvíkkun augasteinanna sem fylgir hljóðbylgjunum frá þessari plötu er ærandi tilfinning. Hverjum hefði dottið í hug að íslenskt reggí myndi trylla sálina jafn mikið og það gerir? Auk þess hefur platan þann volduga kraft að kalla fram sterkar langanir.

Löngun til að henda leðurjakkanum og kaupa svellþykka lopapeysu.

Löngun til að snúa baki við Reykjavík og setjast að í torfbæ

...