Íslands- og bikarmeistarar Hamars úr Hveragerði í blaki karla taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta skipti í vetur. Hamarsmenn fara í Áskorendabikarinn, þriðju Evrópukeppnina á eftir Meistaradeild og Evrópudeild, og drógust þar gegn Limax Linne frá…
Blak Hamarsmenn eru sigursælir og reyna nú við Evrópukeppni.
Blak Hamarsmenn eru sigursælir og reyna nú við Evrópukeppni. — Morgunblaðið/Eggert

Íslands- og bikarmeistarar Hamars úr Hveragerði í blaki karla taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta skipti í vetur. Hamarsmenn fara í Áskorendabikarinn, þriðju Evrópukeppnina á eftir Meistaradeild og Evrópudeild, og drógust þar gegn Limax Linne frá Hollandi í fyrstu umferðinni en liðið er frá Limburg-héraði á suðausturhorni Hollands. Limax hafnaði í öðru sæti í Hollandi í vetur, bæði í deild og bikar. Leikirnir fara fram um miðjan október.