Kolbrún María Bergmann Viggósdóttir fæddist í Reykjavík 11. febrúar 1950. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Móbergi 6. júlí 2024.

Hún var dóttir hjónanna Hjördísar Önnu Georgsdóttur, húsmóður og listmálara, f. 26.12. 1928 og Viggós Matthíasar Sigurðssonar kaupmanns, f. á Húsavík 20.2. 1926. Þau skildu, Hjördís giftist síðar Gunnari Guðjónssyni. Systkini: Benóný Bergmann Viggósson og dætur Hjördísar og Gunnars: Erla, Guðný og Guðríður.

Kolbrún giftist 1.3. 1969 Jóni S. Magnússyni verslunarmanni. Börn þeirra: 1. Brynhildur, f. 2.9. 1968, hennar maður er Bruna Givelet og eiga þau Elmar Brunosson Givelet. 2. Hjörtur Pálmi, giftur Hjördísi Jónsdóttur. Þeirra börn: Jón Logi og Snædís Ósk og átti Hjördís fyrir Andreu og Gísla Þráin. 3. Hrafnhildur (Krumma), f. 15.12. 1973. Hennar maður Nabil Lamouri. Þeirra börn: Selja Sif, Mishal Helgi og Linah Hind.

...