Símon Eðvald Traustason fæddist í Vestmannaeyjum 1.8. 1948. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 3.7. 2024, eftir stutt en snörp veikindi.

Foreldrar hans voru Ragnheiður Jónsdóttir saumakona og húsfreyja, f. 12.10. 1917, d. 3.3. 2011, og Trausti Guðjónsson húsasmíðameistari, f. 13.8. 1915, d. 2.12. 2008. Símon ólst upp í Vestmannaeyjum til 16 ára aldurs er fjölskyldan fluttist í Kópavog. Systkini Símonar eru: Halldóra, Guðjón (látinn), Kornelíus, Sólveig Rósa Benedikta (látin), Vörður Leví og Guðrún Ingveldur.

Símon kvæntist 27.7. 1968 Ingibjörgu Jóhönnu Jóhannesdóttur (Systu), f. 12.5. 1947, bónda og húsfreyju. Systa er dóttir hjónanna Jónínu Sigurðardóttur bónda og húsfreyju á Egg, f. 30.4. 1914, d. 31.3. 2010, og Jóhannesar Ingimars Hannessonar bónda, f. 21.8. 1913, d. 30.3. 2007. Börn Símonar og Systu eru: 1) Jónína Hrönn,

...