Herforingjaráð suðurkóreska hersins sagði í gær að Norður-Kóreumenn væru aftur farnir að senda loftbelgi fyllta af rusli suður fyrir landamæri Kóreuríkjanna tveggja. Varaði herinn almenning við því að brak úr belgjunum gæti hrapað til jarðar, og…

Herforingjaráð suðurkóreska hersins sagði í gær að Norður-Kóreumenn væru aftur farnir að senda loftbelgi fyllta af rusli suður fyrir landamæri Kóreuríkjanna tveggja.

Varaði herinn almenning við því að brak úr belgjunum gæti hrapað til jarðar, og ráðlagði fólki einnig að forðast að koma við belgina eða innihaldið ef það fyndi þá á víðavangi. Þetta er í áttunda sinn sem Norður-Kóreumenn senda ruslfyllta loftbelgi suður síðan í maímánuði. Stjórnvöld í Pjongjang segja belgina vera hefnd fyrir loftbelgi sem aðgerðasinnar í suðri hafa sent norður með upplýsingum um framferði stjórnarherranna í norðri.