Fjölnir er áfram í góðum málum á toppi 1. deildar karla í fótbolta eftir stórsigur á Grindavík, 5:1, á heimavelli sínum í gærkvöldi. Bjarni Þór Hafstein hafði komið Fjölni yfir á 11. mínútu og Josip Krznaric jafnað fyrir Grindavík á 45
Þrenna Máni Austmann Hilmarsson með boltann í leiknum gegn Grindavík en hann skoraði þrennu fyrir Fjölni í síðari hálfleiknum.
Þrenna Máni Austmann Hilmarsson með boltann í leiknum gegn Grindavík en hann skoraði þrennu fyrir Fjölni í síðari hálfleiknum. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Fyrsta deild

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Fjölnir er áfram í góðum málum á toppi 1. deildar karla í fótbolta eftir stórsigur á Grindavík, 5:1, á heimavelli sínum í gærkvöldi. Bjarni Þór Hafstein hafði komið Fjölni yfir á 11. mínútu og Josip Krznaric jafnað fyrir Grindavík á 45. mínútu þegar vendipunktur leiksins átti sér stað á 57. mínútu. Fjölnir fékk þá víti og Dennis Nieblas rautt spjald.

Máni Austmann Hilmarsson skoraði úr vítinu og bætti síðan við tveimur mörkum til viðbótar en hann fullkomnaði þrennuna á 90. mínútu. Axel Freyr Harðarson stráði svo salti í sár Grindvíkinga með fimmta markinu.

Fjölnismenn eru því áfram með sex stiga forskot á toppnum og liðin fyrir neðan að misstíga sig reglulega. Grindavík hefur

...