Bílaumboðið Brimborg á nú í viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á tveimur byggingarreitum í Höfðahverfinu. Áformað er að reisa samtals ríflega 100 íbúðir á reitunum og atvinnuhúsnæði. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segir fyrirtækið…
Byggingarlóð Annar reitanna tveggja sem Brimborg horfir nú til.
Byggingarlóð Annar reitanna tveggja sem Brimborg horfir nú til. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Bílaumboðið Brimborg á nú í viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á tveimur byggingarreitum í Höfðahverfinu. Áformað er að reisa samtals ríflega 100 íbúðir á reitunum og atvinnuhúsnæði.

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segir fyrirtækið opið fyrir samstarfi við fjárfesta um þróun þessara tveggja reita. Jafnframt sé Brimborg að leita að rekstraraðilum í þá hluta bygginganna sem munu hýsa atvinnustarfsemi.

Egill segir jafnframt vel koma til greina að breyta núverandi aðalbyggingu Brimborgar en fyrirtækið flutti í 1. áfanga hennar 1993. Þannig sé til skoðunar að byggja þar upp atvinnuhúsnæði og íbúðir ef það rúmast innan skipulags en af umhverfisástæðum verði aðalbyggingin ekki rifin. Þá sé Brimborg að kanna fýsileika þess að reisa bílastæðahús vestan við aðalbygginguna. » 12