Seltjarnarnes Íbúar hafa áhyggjur af hraðakstri á Norðurströnd.
Seltjarnarnes Íbúar hafa áhyggjur af hraðakstri á Norðurströnd.

Skipu­lags- og um­ferðar­nefnd Seltjarn­ar­nes­bæj­ar hef­ur hafið und­ir­bún­ing að end­ur­skoðun á um­ferðarör­ygg­is­áætl­un bæjarins. Nefnd­in skoðar hvað hægt sé að gera til að ná niður hraðakstri og stöðva framúrakst­ur á Norður­strönd.

Þetta seg­ir Svana Helen Björns­dótt­ir formaður nefnd­ar­inn­ar í sam­tali við mbl.is.

Þór Sig­ur­geirs­son bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­nes­bæj­ar hef­ur lýst áhyggj­um sín­um af hraðakstri á Norður­strönd í mörg ár. Þá hafa íbú­ar bæj­ar­ins einnig lýst áhyggj­um af hraðakstri á veg­in­um í face­book­-hópi ætluðum íbú­um bæj­ar­fé­lags­ins.

„Í þeirri um­ferðarör­ygg­is­áætl­un sem er enn í gildi kom fram að það þyrfti að lækka hraða á Norður­strönd og hann var lækkaður úr 60 km í 50 km. Það virðist ekki duga til,“ seg­ir Svana.

Hún seg­ir hraðakst­ur­inn og framúrakst­ur­inn sér­stak­lega eiga sér stað á kvöld­in og um helg­ar og að íbú­ar verði var­ir við þetta.

Sveigjur

...