Efstur Írinn Shane Lowry er efstur eftir tvo hringi á Opna mótinu.
Efstur Írinn Shane Lowry er efstur eftir tvo hringi á Opna mótinu. — AFP/Andy Buchanan

Írinn Shane Lowry er efstur eftir tvo hringi á Opna mótinu í golfi, fjórða og síðasta risamóti ársins. Leikið er á Troon-vellinum í Skotlandi. Lowry lék annan hringinn í gær á 69 höggum, tveimur höggum undir pari, og er samanlagt á sjö höggum undir pari.

Lowry hefur einu sinni unnið risamót áður, en hann vann einmitt Opna mótið árið 2019. Hann hefur einnig endað í einu af fjórum efstu sætunum á hinum þremur risamótunum.

Daniel Brown, sem var óvænt efstur eftir fyrsta hring, er í öðru sæti ásamt Justin Rose á fimm höggum undir pari.

Þar á eftir er Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, og þeir Dean Burmester og Billy Horschel á tveimur höggum undir pari.

Stórstjörnurnar Tiger Woods og Rory McIlroy áttu erfitt uppdráttar á mótinu og eru báðir úr leik eftir tvo hringi. Woods lék hringina tvo á 14 höggum yfir pari og endaði í 143. sæti. McIlroy gekk ögn betur, endaði í 126. sæti á 11 höggum yfir pari.

Ríkjandi meistarinn Brian Harman er í

...