Með stöðugum áróðri og hvatningu á réttum stöðum vonast ég til að á endanum stöndum við Íslendingar uppi sem þjóð sem lagt hefur sitt af mörkum til að hægt verði að lækna þá lömuðu.
Auður Guðjónsdóttir
Auður Guðjónsdóttir

Auður Guðjónsdóttir

Undanfarið hefur ný auglýsing Mænuskaðastofnunar Íslands „Ákallið til veraldarinnar um að lækna þá lömuðu“ verið sýnd á RÚV og á samfélagsmiðlum og á Íslandi einu hefur verið horft á hana yfir milljón sinnum á samfélagsmiðlunum. Ég vil þakka Íslendingum fyrir að hafa styrkt gerð þessarar fallegu auglýsingar og fyrir alla þá hjálp sem þeir hafa veitt mér og Mænuskaðastofnun í gegnum árin. Þó að ég leiði mænuskaðaverkefnið lít ég svo á að það sé verkefni allra Íslendinga því tugir þúsunda þeirra, ef ekki fleiri, hafa lagt hönd á plóg á margvíslegan hátt.

Með því að moka stöðugt með litlu teskeiðinni árum saman hefur Mænuskaðastofnun tekist að fá margt fólk til að leiða hugann að því að finna þurfi lækningu við mænuskaða/lömun. Þannig tókst að fá Norðurlandaráð til að flokka mænuskaða sem eitt af forgangsmálum sínum og

...