„Ég er í ævintýraveröld og hér er gaman að starfa,“ segir Guðrún Edda Bjarnadóttir. Hún starfar við Highland Base í Kerlingarfjöllum; ferðaþjónustuna sem var opnuð á síðasta ári. „Hingað hafa margir komið í sumar. Þetta eru til dæmis hópar fólks sem hingað koma og fara í gönguferðir um stórbrotna náttúruna hér. Svo er líka talsvert um að fólk komi í dagsferðir úr byggð til að skoða staðinn, sem er einstakur á svo margan hátt. Kerlingarfjöll eru annars síbreytilegur staður; vetur og sumar hér eru algjörlega sín hvor hliðin á sama peningi.“

Guðrún Edda væntir þess að komast í nokkurra daga frí þegar líður lengra fram á sumarið. „Ég er frá bænum Skipholti í Hrunamannahreppi, rétt frá Flúðum. Hjá mínu fólki er hefð fyrir því að fara alltaf í eina góða hestaferð á sumri, væntanlega inn á afrétt. Vera utan þjónustusvæðis eins og sagt er; gista

...