Hvað annað en heift stjórnar því þegar manneskja fer fram á að önnur manneskja sé rekin fyrir að hafa sýnt henni dónaskap?
Regnbogi yfir kirkjukrossi minnir á frið og fegurð, nokkuð sem manneskjan gleymir oft enda er hún ansi iðin við að rífast og deila við náungann.
Regnbogi yfir kirkjukrossi minnir á frið og fegurð, nokkuð sem manneskjan gleymir oft enda er hún ansi iðin við að rífast og deila við náungann. — Morgunblaðið/Eggert

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Á vefmiðli mátti á dögunum lesa eina af þeim fréttum sem við höfum vanist að sjá með reglulegu millibili. Sem sagt frétt um tvær manneskjur sem urðu ósáttar og skiptust á skömmum með þeim afleiðingum að önnur þeirra sá sérstaka ástæðu til að tilkynna fjölmiðlum um málið. Eins og við vitum þá þykja deilur yfirleitt alltaf fréttnæmar, sérstaklega á vefmiðlum sem þrífast á orðaskaki. Þessi frétt skar sig ekkert sérstaklega úr öðrum hvað það varðar, hún fékk sitt rými þótt hún kæmi eiginlega engum við. Manni fannst eins og maður hefði lesið hana ótal sinnum áður.

Kona hafði lent í rifrildi við ókunnugan karlmann þar sem þau voru bæði að sinna vinnu sinni og hann varð orðljótari en hún og

...