„Þetta verður mjög svipaður staður. Við viljum gera þetta einfalt og gera það vel,“ segir Erna Pét­urs­dótt­ir, annar eigandi veitingastaðarins Ramen Momo sem hefur verið rekinn í litlu húsnæði við Tryggvagötu í tíu ár
Húsnæði Nýr og stærri Ramen Momo verður brátt opnaður. Þar munu meðal annars fást núðlur og dömplingar.
Húsnæði Nýr og stærri Ramen Momo verður brátt opnaður. Þar munu meðal annars fást núðlur og dömplingar. — Morgunblaðið/Anton Brink

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Þetta verður mjög svipaður staður. Við viljum gera þetta einfalt og gera það vel,“ segir Erna Pét­urs­dótt­ir, annar eigandi veitingastaðarins Ramen Momo sem hefur verið rekinn í litlu húsnæði við Tryggvagötu í tíu ár. Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda og nú hyggjast Erna og Kunsang, eiginmaður hennar og meðeigandi, færa út kvíarnar og opna nýjan stað. Sá verður í Bankastræti þar sem Kaffitár var um langt árabil.

Erna segir að rekstrarleyfi fáist vonandi innan tveggja vikna og þá sé þeim ekkert að vanbúnaði. Langur aðdragandi er að opnun nýja staðarins.

„Á staðnum í Tryggvagötu erum við bara með pláss fyrir átta manns. Það hefur því verið erfitt fyrir hópa að koma og fólk sem nennir ekki að sitja í barstól þegar það borðar. Á nýja staðnum er meira pláss fyrir fólk til að njóta matarins,“ segir Erna. Litli staðurinn

...