Það er ótrúlega dýrmætt að þeir hafi tekið mér svona vel og viljað vera bræður mínir. Þeir segja að þetta sé gæfa en ekki bölvun og ég tek undir það að ég er ríkur maður eftir að hafa hitt þá.
„Ég er 53 ára, orðinn afi, en mér leið samt alltaf eins og barni sem bjó við óvissu,“ segir Grímur Atlason.
„Ég er 53 ára, orðinn afi, en mér leið samt alltaf eins og barni sem bjó við óvissu,“ segir Grímur Atlason. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og tónlistarmaður, var 41 árs árið 2011 þegar hann fékk fyrst að vita að hann væri ekki blóðskyldur föður sínum. „Þetta var eitthvað sem pabbi hafði á erfiðum köflum í lífi sínu nefnt, en ég aldrei tekið neitt mark á. Árið 2011 kom þetta til mín úr annarri átt, og í kjölfarið fórum við í DNA-próf og fengum þetta staðfest.“ Upphófst þá leit Gríms að blóðföður sínum sem átti eftir að standa í meira en áratug og ná út fyrir landsteinana. Loks skilaði leitin árangri og í apríl síðastliðnum hitti Grímur bræður sína.

Tómarúm alla ævi

„Ég hélt að eins og allir ætti ég einfaldlega bara pabba og mömmu,“ segir Grímur og hefur sögu sína. „Þau skildu þegar ég var lítill og ég bjó mikið hjá ömmu minni og alfarið frá átta ára aldri, en ég var alltaf talsvert tengdur foreldrum mínum. Ég var

...