Ætli „Íslendingarnir“ í Vínarborg hafi litið út einhvern veginn svona 1934?
Ætli „Íslendingarnir“ í Vínarborg hafi litið út einhvern veginn svona 1934? — AFP/Henry Nicholls

Í austurríska blaðinu Telegraf sagði frá því sumarið 1934 að flokkur „hvítra manna“ væri kominn til Vínar. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu.

„Annars kalla þeir sig „ísfólk“ á auglýsingum sínum, en þeir eru hinir svonefndu Albinos, eða „hvítir“ menn. Þeir koma frá hinu fjarlæga heimkynni sínu, hinu sagnauðga Íslandi, og ætla að ferðast um Evrópu og sýna íslenska þjóðsiðu, þjóðdansa og leika. Þeir ganga í hinum skrautlegu þjóðbúningum sínum og ætla að sýna í Zirkus-Zentral-Gebáude í Prater (Tivoli). En þeir þjást svo mikið af hita, að það varð að sækja lækni í dag handa tveimur konum, sem eru í flokknum,“ sagði Telegraf.

Svo átti blaðið tal við foringjann, sem hét Tom Jack. Hann sagði að á Íslandi væru enn nokkrar fjölskyldur „hvítra“ manna og að þær lifðu einangraðar. Þeir væru mjög

...