Það var alltaf hugmyndin að gera eitthvað hér í Eyjum
Hallgrímur Steinsson, yfirmaður tæknimála hjá Laxey, og Daði Pálsson framkvæmdastjóri.
Hallgrímur Steinsson, yfirmaður tæknimála hjá Laxey, og Daði Pálsson framkvæmdastjóri. — Morgunblaðið/Brynjólfur Löve

Fyrir botni Friðarhafnar í Vestmannaeyjum hefur lengi staðið auð lóð, sem ýmist hefur verið notuð sem iðnaðarsvæði – nú eða alls ekkert notuð. Þar er þó í dag risið stærðarinnar hús, um 12.500 fermetrar á þremur hæðum. Þegar Herjólfur leggur að bryggju blasir húsið við öllum sem líta í vesturátt.

Þeir Hallgrímur Steinsson, yfirmaður tæknimála hjá Laxey, og Daði Pálsson framkvæmdastjóri taka vel á móti blaðamönnum Morgunblaðsins sem þar eru mættir til að taka hús á þeim í Hringferð Morgunblaðsins. Á fyrstu tveimur hæðum hússins má finna fjölda eldiskerja þar sem seiðin eru ræktuð við mikinn hátæknibúnað. Þar er þó líka að finna skrifstofur líkt og á þriðju hæðinni.

Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum, þá er Friðarhöfn fyrir botni hafnarinnar í Vestamannaeyjum. Þar er risin seiðaeldisstöð Laxeyjar, sem stefnir

...