Það er sannarlega þakkarvert að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, taki þessa ákvörðun í ljósi þess að efla landsbyggðina.
Ásmundur Friðriksson
Ásmundur Friðriksson

Ásmundur Friðriksson

Það er ástæða til að gleðjast fyrir okkur Sunnlendinga, en með samþykkt Alþingis 22. júní sl., annars vegar laga um Náttúruverndarstofnun og hins vegar laga um Umhverfis- og orkustofnun er ákveðið að höfuðstöðvar nýrrar Náttúruverndarstofnunar verði á Hvolsvelli. Þetta er stór tíðindi fyrir íbúa í Rangárþingi eystra og okkur öll.

Náttúruverndarstofnun er ný stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar og Umhverfis- og orkustofnun er ný stofnun Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar. Báðar stofnanirnar taka til starfa 1. janúar nk. Ákveðið hefur verið að höfuðstöðvar nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar verði á Akureyri. Markmiðið með þeirri ákvörðun er að stuðla að því að starfsfólk starfi í auknu mæli á landsbyggðinni í grennd við viðfangsefnið sem í þessu tilfelli er náttúra landsins, umhverfi

...