„Ástandið er slæmt en ábendingum okkar er ekki sinnt. Þó er í raun þörf á bráðaaðgerðum hér á svæðinu,“ segir Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri í Dalabyggð. Sem kunnugt er gaf slitlag á Vestfjarðavegi í Miðdölum eftir snemma í vor svo moka þurfti klæðningu þar í burtu á allstórum kafla
Umferð Á malarkaflanum í Miðdölum þar sem klæðningin á veginum gaf sig.
Umferð Á malarkaflanum í Miðdölum þar sem klæðningin á veginum gaf sig. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Ástandið er slæmt en ábendingum okkar er ekki sinnt. Þó er í raun þörf á bráðaaðgerðum hér á svæðinu,“ segir Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri í Dalabyggð. Sem kunnugt er gaf slitlag á Vestfjarðavegi í Miðdölum eftir snemma í vor svo moka þurfti klæðningu þar í burtu á allstórum kafla. Þar er nú aðeins ber malarvegur á svæði þar sem bílstjórar voru orðnir öðru vanir. Einnig fór klæðning af veginum í Svínadal og Saurbæ, meðal annars á kafla til móts við bæinn Bersatungu. Þá eru

...