Fimm vélar verða nú í leiguverkefnum á vegum Loftleiða Icelandic, sem er dótturfélag Icelandair og sérhæfir sig í leiguverkefnum. Þetta er fjölgun um tvær vélar frá því í fyrra. Í fjárfestakynningu Icelandair, sem birt var í kjölfar uppgjörs…
Icelandair leigir út hluta af flotanum.
Icelandair leigir út hluta af flotanum.

Fimm vélar verða nú í leiguverkefnum á vegum Loftleiða Icelandic, sem er dótturfélag Icelandair og sérhæfir sig í leiguverkefnum. Þetta er fjölgun um tvær vélar frá því í fyrra.

Í fjárfestakynningu Icelandair, sem birt var í kjölfar uppgjörs félagsins í vikunni, kemur fram að þrjár vélar verði nú í svonefndum lúxusferðum, sem fela í sér heimsreisu með betur borgandi ferðamenn. Þá er hafinn undirbúningur að leiguflugi á Suðurpólinn næsta vetur, fjórða árið í röð. Í öllum þessum verkefnum fylgja íslenskar áhafnir með leiguvélunum.