Leita þarf hins sanna um uppruna, viðbrögð og afleiðingar covid-19

Enn og aftur hefur covid-19 tilfellum fjölgað, þó veikindin virðist almennt ekki vera alvarleg. Þess vegna er fremur óþægilegt til þess að vita að mörgum áleitnustu spurningunum um heimsfaraldurinn er enn ósvarað þegar senn verða fimm ár liðin frá því að hann tók að breiðast út.

Um það fjallaði dýrafræðingurinn og vísindarithöfundurinn dr. Matt Ridley á afar fróðlegum og fjölsóttum fundi í Háskóla Íslands, sem Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál gekkst fyrir í vikunni.

Af hinum ósvöruðu spurningum stingur uppruni veirunnar helst í augu. Þrátt fyrir að sú ráðgáta ætti að vera efst á blaði bæði vísindasamfélagsins og stjórnmálamanna um allan heim ríkir nánast annarlega lítil forvitni um hann.

Hin viðtekna skýring er sú að veiran hafi borist í menn með ótilgreindum hætti úr

...