Enginn dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til við Alþingi að stofna sérstaka Mannréttindastofnun. Auðvitað ekki.
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Bergþór Ólason

Margur Sjálfstæðismaðurinn hlýtur að vera farinn að klóra sér í kollinum yfir greinaflokki Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, til stuðnings Mannréttindastofnun VG – nýrri ríkisstofnun sem Sjálfstæðisflokkurinn kom á laggirnar að kröfu VG, umfram skyldu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Henni virðist líka mikið í mun að heimfæra ábyrgð þess máls á þingflokk Miðflokksins og er mér því bæði ljúft og skylt raunar að svara, enn á ný.

En í nýjustu greininni í greinaflokki Hildar til stuðnings Mannréttindastofnun VG fullyrðir hún að samningurinn kveði á um skyldu til að stofna nýja stofnun – það komi fram með óyggjandi hætti í 33. gr. samningsins. Hún sakar mig sömuleiðis um að afvegaleiða umræðuna með því að hafa sleppt þeim orðum greinarinnar þar sem það komi fram. Það

...