Fimm Andri Fannar Elísson var markahæstur gegn Svíum í gær.
Fimm Andri Fannar Elísson var markahæstur gegn Svíum í gær. — Ljósmynd/HSÍ

Íslenska karlalandsliðið, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði fyrir Svíum í gær, 30:27, í keppninni um fimmta til áttunda sætið á Evrópumótinu í Celje í Slóveníu. Þar með verður lokaleikur Íslands á mótinu á morgun um sjöunda sætið, gegn Norðmönnum. Andri Fannar Elísson og Reynir Þór Stefánsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Ísland gegn Svíþjóð og þeir Atli Steinn Arnarson og Eiður Rafn Valsson þrjú mörk hvor.