Markaður Það er enn frekar rólegt yfir hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni.
Markaður Það er enn frekar rólegt yfir hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Velta með hlutabréf er áfram lítil í Kauphöllinni. Veltan í gær nam rétt yfir milljarði króna.

Mesta veltan var með bréf í Marel, um 316 milljónir króna. Gengi bréfa í félaginu hækkaði lítillega í gær og var við lok markaða 504 kr. á hlut, og hækkaði um 1,2% yfir daginn. Nokkur velta var með bréf í félaginu á fimmtudag, eða rétt rúmar 900 milljónir króna, sem er áberandi mesta veltan með nokkurt félag í Kauphöllinni þessa vikuna. Rétt er að rifja upp að hluthafar í Marel fá 538 kr. á hlut gangi þeir að yfirtökutilboði

...