Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson er orðinn leikmaður enska knattspyrnufélagsins Birmingham City en hann gerði fjögurra ára samning við félagið í gær. Birmingham greiðir Go Ahead Eagles um 3,4 milljónir punda fyrir íslenska miðjumanninn sem…
England Willum Þór Willumsson gerði fjögurra ára samning í gær.
England Willum Þór Willumsson gerði fjögurra ára samning í gær. — Ljósmynd/Birmingham City

Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson er orðinn leikmaður enska knattspyrnufélagsins Birmingham City en hann gerði fjögurra ára samning við félagið í gær. Birmingham greiðir Go Ahead Eagles um 3,4 milljónir punda fyrir íslenska miðjumanninn sem skoraði 15 mörk í 58 leikjum Eagles á tveimur tímabilum í hollensku úrvalsdeildinni. Birmingham féll úr B-deildinni í vor og ætlar sér strax upp úr C-deildinni.