„Fyrirtækið var formlega stofnað árið 2006, en fjórum árum áður byrjaði ég með gluggaþvottaþjónustu þar sem ég keyrði á milli stigahúsa með gluggaþvottakúst í hendi og þreif glugga. Þannig var starfsemin til að byrja með svo vatt hún heldur…
Fyrirækjarekstur<strong> </strong>Arnar Þorsteinsson framkvæmdastjóri AÞ-Þrifa var áður með gluggaþvottaþjónustu.
Fyrirækjarekstur Arnar Þorsteinsson framkvæmdastjóri AÞ-Þrifa var áður með gluggaþvottaþjónustu. — Morgunblaðið/Eyþór

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

„Fyrirtækið var formlega stofnað árið 2006, en fjórum árum áður byrjaði ég með gluggaþvottaþjónustu þar sem ég keyrði á milli stigahúsa með gluggaþvottakúst í hendi og þreif glugga. Þannig var starfsemin til að byrja með svo vatt hún heldur betur upp á sig,“ segir Arnar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri og einn eigenda hreingerningafyrirtækisins AÞ-Þrifa, í samtali við Morgunblaðið.

Það er óhætt að segja á þessum 18 árum hafi mikið vatn runnið til sjávar, þar sem nú starfa 250 starfsmenn hjá fyrirtækinu við allar tegundir hreingerninga; gluggaþvott, ræstingar, iðnaðarþrif og meindýravarnir fyrir einstaklinga, fyrirtæki, opinberar stofnanir og sveitarfélög.

Stærstir í meindýravörnum

Arnar segir

...