Rússneskur dómstóll í Jekaterínburg dæmdi í gærmorgun Bandaríkjamanninn Evan Gershkovich, blaðamann Wall Street Journal, í 16 ára vist í gúlaginu fyrir meintar njósnir. Almar Latour, útgefandi Wall Street Journal, og Emma Tucker ritstjóri fordæmdu…
Rússland Evan Gershkovich hlýðir hér á dóminn yfir sér í gærmorgun.
Rússland Evan Gershkovich hlýðir hér á dóminn yfir sér í gærmorgun. — AFP/Alexander Nemenov

Rússneskur dómstóll í Jekaterínburg dæmdi í gærmorgun Bandaríkjamanninn Evan Gershkovich, blaðamann Wall Street Journal, í 16 ára vist í gúlaginu fyrir meintar njósnir. Almar Latour, útgefandi Wall Street Journal, og Emma Tucker ritstjóri fordæmdu dóminn í sameiginlegri yfirlýsingu í gær og sögðust ætla að berjast fyrir því að Gershkovich yrði látinn laus.

Sögðu Latour og Tucker að dómurinn væri til skammar og að Gershkovich hefði verið borinn röngum sökum fyrir það eitt að sinna starfi sínu sem blaðamaður. Hétu þau þá áframhaldandi stuðningi við fjölskyldu hans. „Blaðamennska er ekki glæpur og við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en hann er látinn laus,“ sagði í yfirlýsingunni.

Réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum, en Gershkovich var handtekinn í Jekaterínburg í mars 2023. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði eftir

...