Þegar bornar eru saman tölur um fjölda þeirra sem tekið hafa íslenskupróf fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt undanfarinn áratug kemur í ljós að fjöldinn hefur vaxið ört.

Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um að óvenjumargir hefðu þreytt íslenskuprófið í maí, eða 460 manns sem er met. Samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð menntunar og skóla hefur fjöldi þeirra sem taka prófið aukist jafnt og þétt síðastliðinn áratug þó að tölurnar sveiflist nokkuð á milli ára.

Árið 2016 tóku 275 prófið svo að á síðustu átta árum hefur þeim fjölgað um 60% sem taka prófin, ef miðað er við fjöldann í maí á þessu ári. Fæstir tóku prófið í maí árið 2020, en þá voru aðeins 140 sem þreyttu prófið. Næstflestir þreyttu prófið í maí í fyrra, eða 409.

Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem ná íslenskuprófinu hins vegar haldist nokkuð stöðugt, en

...