„Mig hefur langað að fá þetta verkefni í mörg ár og er þetta með því stærra sem þú færð hérna á Íslandi. Eurovision er kannski á svipuðum stað, annars er þetta mjög stórt,“ segir tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir í Ísland vaknar um nýja þjóðhátíðarlagið, Töfrar, sem hún syngur. Hún kveðst hafa fengið frjálsar hendur frá Þjóðhátíðarnefnd. „Ég var upp með mér, hoppaði og skoppaði í stofunni heima. Ég er búin að bíða eftir þessu símtali í svona fimm ár,“ segir hún hlæjandi. Henni þykir einnig gaman að fá fleiri konur í flóruna. „Mér finnst það skemmtilegur punktur, það er smá „girl power“ í þessu hjá mér. Mig hefur dreymt um þetta lengi.“

Lestu meira á K100.is.