Sjálfur er ég innblásinn af hönnuði gerðisins og vil hafa þessa tónleika mikilfenglega.
Skálmeldingarnir Snæbjörn Ragnarsson og Þráinn Árni Baldvinsson í ham á tónleikum.
Skálmeldingarnir Snæbjörn Ragnarsson og Þráinn Árni Baldvinsson í ham á tónleikum. — Morgunblaðið/Eggert

Heimskautsgerðið er okkar magnaðasta útilistaverk og hefur heillað mig frá upphafi. Alveg galin en um leið metnaðarfull og framsækin hugmynd og það hefur lengi staðið til að nota hana sem umgjörð utan um tónleika eða viðburð af því tagi,“ segir Axel Flex Árnason, verkefnisstjóri yfir tónleikum víkingamálmbandsins Skálmaldar þar eystra laugardaginn 7. september. Yfirskrift tónleikanna er Activate The Arctic Henge, eða Virkjum Heimskautsgerðið.

Félagasamtökin sem eiga gerðið standa að tónleikunum með það að markmiði að vekja athygli á því og laða gesti austur á Melrakkaás á Raufarhöfn. „Eftir að Erlingur Thoroddsen, sem átti hugmyndina að gerðinu, féll frá fyrir nokkrum árum hefur vantað einhvern til að halda merki þess á lofti og mér er ljúft og skylt að taka þátt í því starfi,“ segir Axel sem á ættir að rekja til Raufarhafnar. „Ég þekki þetta svæði

...