Velgengni Lips, eða Vari, söngvari og gítarleikari hins ólseiga kanadíska málmbands Anvil, segir engum blöðum um það að fletta að hann hafi notið velgengni sem tónlistarmaður. Þegar miðillinn Signals From Mars spurði okkar mann út í þetta svaraði…
Alltaf liggur vel á Vara.
Alltaf liggur vel á Vara. — AFP/Alberto E. Rodriguez

Velgengni Lips, eða Vari, söngvari og gítarleikari hins ólseiga kanadíska málmbands Anvil, segir engum blöðum um það að fletta að hann hafi notið velgengni sem tónlistarmaður. Þegar miðillinn Signals From Mars spurði okkar mann út í þetta svaraði hann: „Það að njóta velgengni í tónlistarbransanum er að semja haug af lögum, taka þau upp með gaurum sem maður elskar eins og bræður sína og senda eins góða músík og unnt er út í kosmósið. Það er velgengni. Plötusala skiptir nákvæmlega engu máli enda snýst málið, þegar allt kemur til alls, um hvað þú samdir mörg lög, hvað þú lagðir af mörkum og hvað þú færðir þessum heimi.“ Anvil á að baki yfir 20 plötur.