Flugvallarmálið stendur nú þannig að Icelandair blæs á völl í Hvassahrauni en Reykjavíkurborg skirrist við að fara að öryggisreglum í þágu Reykjavíkurflugvallar.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Það markaði söguleg þáttaskil þegar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafnaði flugvelli í Hvassahrauni föstudaginn 12. júlí 2024. Hann sagði á ruv.is:

„Við erum með fjóra alþjóðaflugvelli á Íslandi í dag sem eru bara fínir en skynsamlegt er að styrkja þá enn frekar. Til dæmis flugvöllinn hér í Vatnsmýrinni, það þarf að gera hann enn betri, bæði fyrir farþega og starfsmenn og styrkja hann enn frekar sem varaflugvöll.“

Bogi Nils telur óvissu um framtíð Reykjavíkurflugvallar minnka og að nú sé „meiri samhljómur hjá stjórnvöldum um að völlurinn sé kominn til að vera og [verði] þarna

...