Konan sem sögð er fyrirmynd að eltihrellinum í þáttunum hefur krafið Netflix um 135 milljónir dala í sárabætur.
Jessica Gunning og Richard Gadd eru tilefnd fyrir Baby Reindeer.
Jessica Gunning og Richard Gadd eru tilefnd fyrir Baby Reindeer. — AFP/John Nacion

Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna, hinna virtu sjónvarpsverðlauna, voru tilkynntar á dögunum. Eins og fram hefur komið í fréttum eru átta Íslendingar tilnefndir til verðlaunanna. Atli Örvarsson er tilnefndur fyrir tónlist sína úr þáttunum Silo og sjö Íslendingar eru tilnefndir fyrir vinnu við True Detective: Skúli Helgi Sigurgíslason fyrir hljóðblöndun, Eggert Ketilsson fyrir tæknibrellur, Alda B. Guðjónsdóttir fyrir val á leikurum, Linda Garðar og Rebekka Jónsdóttir fyrir búningaval og Flóra Karítas Buenaño og Hafdís Pálsdóttir fyrir förðun.

Sjónvarpsþættirnir Shogun fengu 25 tilnefningar, en þeir gerast í Japan í byrjun 18. aldar og leikararnir Hiroyuki Sanada, Anna Sawi, Tadanobu Asano og Takehiro Hira eru tilnefndir fyrir leik sinn. Gamanþáttaröðin The Bear hlaut 23 tilnefningar, en

...