Ísafjörður Bærinn er betur tengdur með nýjustu ráðstöfunum.
Ísafjörður Bærinn er betur tengdur með nýjustu ráðstöfunum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Fjarskiptasamband á Vestfjörðum hefur verið styrkt til muna með stórri uppfærslu í 200 gígabita á sekúndu bandvídd í stofnneti Mílu. Fjarskiptafyrirtækið uppfærði fyrirliggjandi stofnnet til að styðja aukna bandvídd með nýjum bylgjulengdarbúnaði. Það þurfti því ekki að grafa og blása nýja þræði með tilheyrandi raski. Aukin bandvídd kemur til með að nýtast öllum íbúum, stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu og opnar á aukna möguleika með tilliti til margvíslegra gagnaflutninga.

„Við eigum svo inni að bæta við fleiri bylgjum til að auka bandvídd enn frekar,“ segir um þetta framfaraskref í tilkynningu haft eftir Daða Sigurðarsyni framkvæmdastjóra tæknisviðs Mílu. sbs@mbl.is