Benjamín Netanjahú
Benjamín Netanjahú

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fordæmdi í gær Alþjóðadómstólinn í Haag eftir að hann komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hefðu hernumið svæði Palestínumanna á ólöglegan hátt.

Sagði Netanjahú niðurstöðuna byggða á lygum og að gyðingar væru ekki hernámslið í eigin landi. „Ekki í hinni eilífu höfuðborg okkar, Jerúsalem, eða á hinni fornu ættjörð okkar í Júdeu og Samverjalandi,“ sagði Netanjahú, og vísaði þar til Vesturbakkans. Sagði Netanjahú að landnemabyggðir Ísraela væru óumdeilanlega löglegar.

Mahmud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, fagnaði niðurstöðunni, sem er ekki bindandi, og krafðist þess að henni yrði hlítt.