Duo Sandur, sem Gerður Bolladóttir sópran og Einar Bjartur Egilsson píanóleikari skipa, kemur fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju á morgun kl. 17. „Á efnisskránni eru verk eftir þau bæði, m.a. „Vorvísur“ eftir Gerði við ljóð eftir Þórunni…
Tónskáld Gerður og Einar Bjartur.
Tónskáld Gerður og Einar Bjartur.

Duo Sandur, sem Gerður Bolladóttir sópran og Einar Bjartur Egilsson píanóleikari skipa, kemur fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju á morgun kl. 17. „Á efnisskránni eru verk eftir þau bæði, m.a. „Vorvísur“ eftir Gerði við ljóð eftir Þórunni Friðriksdóttur, en lagið vann til fyrstu verðlauna í klassískum sönglagaflokki Aurora international competition-­festival,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Gerður hefur verið mjög virk í kammertónlist í gegnum árin og stofnaði Tríó Ljóm stuttu eftir að hún kom heim úr námi 2000. Einar hefur samið tónlist fyrir nokkrar stuttmyndir t.d. þýsku myndina Windspiele og síðla árs 2015 gaf hann út sína fyrstu hljómplötu með eigin tónsmíðum sem nefnist Heimkoma.“ ­Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum.