Fiðluleikarinn Páll Palomares og píanóleikarinn Erna Vala Arnardóttir taka höndum saman og leiða áhorfendur í ferðalag um Evrópu og Bandaríkin á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl. 16. „Þar verður rómantíkin og fegurðin í fyrirrúmi, í bland við virtúósitet. Á tónleikunum verða leikin verk eftir Sarasate, Fauré, Albeniz, Montgomery og fleiri,“ segir í viðburðarkynningu. Páll er „einn af leiðurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur verið áberandi í tónlistarlífi landsins síðustu ár. Erna Vala hefur unnið til fjölda verðlauna og komið víða fram á Íslandi. Hún er stofnandi tónlistarhátíðarinnar Seiglu, sem fram fer í Hörpu.“ Miðar fást í móttöku safnsins fyrir tónleika.