Boðið verður upp á tvenna tónleika um helgina í Hallgrímskirkju. Í dag, laugardag, kl. 12 leikur Ágúst Ingi Ágústsson organisti úr Kópavogi verk eftir Lübeck, Rossi, Frescobaldi og Dupré. „Gaman er að vekja athygli á því að dóttir hans, Hekla…
Ágúst Ingi Ágústsson
Ágúst Ingi Ágústsson

Boðið verður upp á tvenna tónleika um helgina í Hallgrímskirkju. Í dag, laugardag, kl. 12 leikur Ágúst Ingi Ágústsson organisti úr Kópavogi verk eftir Lübeck, Rossi, Frescobaldi og Dupré.
„Gaman er að vekja athygli á því að dóttir hans, Hekla Sigríður Ágústsdóttir, mun einnig leika á trompet í einu verkanna,“ segir í tilkynningu frá kirkjunni. Þar kemur fram að tónleikarnir eru um 30 mínútur og fást miðar á tix.is.

Á morgun, sunnudag, kl. 17 flytur Kadri Ploompuu organisti dómkirkjunnar í Tallinn í Eistlandi verk eftir Mykola Kolessa, Tõnu Kõrvits, Johann Sebastian Bach, Erkki-Sven Tüür, Olivier Messiaen og Philip Glass. Tónleikarnir eru um 60 mínútur og sem fyrr fást miðar á tix.is.