FH-ingar verða í riðli með sænsku meisturunum Sävehof, sem Tryggvi Þórisson leikur með, og Toulouse frá Frakklandi í Evrópudeild karla í handbolta í vetur en dregið var í gær.

Fjórða liðið í riðlinum verður svo annaðhvort Gummersbach frá Þýskalandi eða Mors-Thy frá Danmörku sem mætast í umspili. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach og þeir Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson leika með liðinu.

Valsmenn leika við Spacva Vinkovci frá Króatíu í umspili og komist þeir áfram verða þeir í hörkuriðli í Evrópudeildinni. Þar verða Porto frá Portúgal, Vardar Skopje frá Norður-Makedóníu og annaðhvort Melsungen frá Þýskalandi eða Elverum frá Noregi, sem mætast einnig í umspili.

Þorsteinn Leó Gunnarsson er nýgenginn til liðs við Porto og með Melsungen leika þeir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson.

Umspilsleikir Valsmanna fara fram 31. ágúst og 7. september, sá fyrri á Hlíðarenda. Riðlakeppni Evrópudeildar fer fram 8. október til 26. nóvember

...