Bíó Paradís Kinds of Kindness / Tegundir góðverka ★★★★½ Leikstjórn: Yorgos Lanthimos. Handrit: Yorgos Lanthimos og Efthimis Filippou. Aðalleikarar: Jesse Plemons, Emma Stone, Willem Dafoe, Margaret Qualley, Hong Chau, Mamoudou Athie, Joe Alwyn og Yorgos Stefanakos. Írland, Bretland, Bandaríkin og Grikkland, 2024. 164 mín.
Tegundir góðverka „Er ótrúlega ógeðsleg og í senn fyndin mynd sem er uppáhaldskokteillinn hjá undirritaðri.“
Tegundir góðverka „Er ótrúlega ógeðsleg og í senn fyndin mynd sem er uppáhaldskokteillinn hjá undirritaðri.“

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Þremur mánuðum eftir að Emma Stone vann Óskarinn fyrir leik sinn í Greyjunum (2023) snýr hún aftur á stóra tjaldið með gríska leikstjóranum Yorgos Lanthimos í nýju kvikmyndinni Tegundum góðverka. Um er að ræða fjórða verkefni þeirra saman en hin eru Uppáhalds (2018), stuttmyndin Kvein (2022) og Greyin. Fleiri kunnugleg andlit má einnig sjá í Tegundum góðverka eins og til dæmis Willem Dafoe og Margaret Qualley. Lanthimos heldur ótrauður áfram og er nú þegar byrjaður að vinna að annarri mynd með Emmu Stone og Jesse Plemons sem er einn af nýliðunum í leikarahópnum í Tegundum góðverka. Plemons ber af í þeirri mynd og vann verðlaun fyrir besta leik á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí sl.

...